Íbúar Sóltúns styrkja ABC barnahjálpina

10.02.2007 15:38

Handverkshópur iðjuþjálfunardeildar í Sóltúni gaf ABC barnahjálp ágóða af jólasölu handverksmuna síðastliðinna tveggja ára. Upphæðin nam 40.000.- kr.og valdi hópurinn að framlagið skyldi notað til uppbyggingar á heimavist og kojum fyrir 4 stúlkur í Úganda, en þar eru ungar stúlkur sem ekki hafa öruggt skjól í mikilli áhættu að smitast af alnæmi.
Handverkshópurinn bauð Guðrúnu Margréti Pálsdóttur forstöðukonu og stofnanda barnahjálparinnar í heimsókn til að veita gjöfinni móttöku og fræða hópinn um starfsemina ABC barnahjálp var stofnað 1988 með það meginmarkmið að efla og styrkja aðgang barna að menntun og fræðslu. Starfið hefur vaxið ört og í dag styrkir barnahjálpin um 5600 fátæk og umkomulaus börn með skólagöngu, læknishjálp, fæði og klæði. Um 2200 þeirra fá fulla framfærslu og húsaskjól á heimilum ABC.

til baka