Hreinlæti og öryggi haldast í hendur-þemavika

09.02.2007 15:34

Yfirskrift árlegrar þemaviku í Sóltúni sem hefst um helgina er ,,Hreinlæti og örugg heilbrigðisþjónusta haldast í hendur".Unnið verður með fræðslu og vitunareflingu um mikilvægi forvarna í daglegu starfi. Á hverjum degi verður lögð áhersla á mikilvægi ákveðinna þátta s.s. handþvottar, byltuvarna, umgengni við lyf og öryggi í lyfjagjöf, sýkingavarnir og umgengni við matvæli.

til baka