5. ára starfsafmæli fagnað í Sóltúni

08.01.2007 15:36

Þann 7. janúar fögnuðu íbúar, aðstandendur og starfsfólk 5 ára starfsafmæli Sóltúns. Yfir eitt hundrað manns komu saman til hátíðarguðþjónustu í samkomusalnum. Þeir sem veikir voru og treystu sér ekki í salinn nutu stundarinnar með því að fylgjast með í innra sjónvarpskerfi hússins.Biskup Íslands Karl Sigurbjörnsson predikaði og þjónaði fyrir altari ásamt prófasti Jóni Dalbú Hrjóbjartsyni, sóknarpresti Hildi Eir Bolladóttur og Jóni Jóhannssyni djákna Sóltúns. Ávarp flutti Anna Birna Jensdóttir framkvæmdastjóri Sóltúns.Kvartett Þorvaldar Þorvaldssonar söng undir píanóleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Í framhaldi af altarisgöngu var boðið til afmæliskaffisamsætis.<

til baka