Heimsókn frá Euro-diakonia samtökunum

14.09.2006 15:32

Í dag, heimsótti Sóltún, Heidi Paakjaer Martinussen framkvæmdastjóri evrópsku kærleikssamtakanna Eurodiakonia.
Heidi er hér á ferð í boði Djáknafélags Íslands. En Djáknafélagið í samstarfi við Guðfræðideild Háskóla Íslands og Biskupsstofu standa fyrir málþingi á morgun föstudag 15. september, sem ber heitið "Kærleiksþjónustan og kirkjan í dag" þingið sem er öllum opið, er haldið í hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands.
Þinginu er ætlað að koma af stað virkri og faglegri umræðu um kærleiksþjónustuna.

Heidi fræddist um starf djákna og almennt um lífið og starfið hér í Sóltúni, auk þess heimsótti hún einn íbúa og áttu þær spjall saman. Heidi fannst afar heimilislegt og notalegt að koma hingað auk þess sem hún hreyfst af hugmyndafræði Sóltúns og starfinu almennt. Hún var afar þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að koma hingað í heimsókn og biður heimilinu Guðs blessunar.

til baka