Fyrsti uppskerudagur

23.08.2006 15:26

Í okkar fallega garði hefur gróðurinn í sumar sprottið sem aldrei fyrr og er 1.uppskerudagur fyrirhugaður á morgun fimmtudag 24.ágúst (ef veður leyfir). Fyrir hádegi reynum við að ná inn sem mestu af rifsberjum/rababara. Allir sem vettlingi geta valdið eru velkomnir til aðstoðar, því af nógu er að taka. Eftir hádegi reiknum við með að vinna úr uppskerunni (sulta) í kaffiteríunni og enn óskum við eftir áhugasömum, jafnvel þótt aðeins sé til að dást að uppskerunni.

til baka