Glæsilegt þorrablót í Sóltúni

21.01.2006 11:34

Á bóndadaginn var haldið glæsilegt þorrablót í Sóltúni. Íbúar og gestir þeirra nutu þorramatar sem borin var fram í trogum ásamt hákarli og brennivíni að íslenslum sið. Boðið var uppá innanhúss skemmtiatriði og fór Þórhallur Guttormsson þar fremstur í flokki. Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona ásamt Þóru Fríðu Sæmundsdóttur píanóleikara héldu tónleika í samkomusalnum að borðhaldi loknu og stjórnuðu samsöng. Kvöldið var 5 stjörnu að mati þátttakenda.

til baka