Sóltún fagnar 4 ára starfsafmæli

07.01.2006 11:43

Þann 7. janúar 2002 opnaði hjúkrunarheimilið Sóltún og hefur því starfað í 4 ár. Starfsemin hefur einkennst af mikilli uppbyggingu á innra starfi og góðum árangri. Gæðateymi eru starfandi í öllum helstu viðfangsefnum hjúkrunar og þjálfunar, góður árangur hefur náðst af því starfi. Stöðugleiki er í öflugum hópi starfsfólks og er það lykillinn að góðum árangri. Eftirspurn eftir þjónustu er sífellt vaxandi og mikil þörf eftir að komast í hjúkrunarrými. Sóltún hefur því lagt fram umsókn um rekstrarleyfi til heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytis fyrir 109 hjúkrunarrýmum til viðbótar á lóðinni Sóltún 2-4.

til baka