Flutningur foreldra með heilabilun á hjúkrunarheimili

05.10.2005 11:40

Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir hjúkrunarstjóri á 2.hæð Sóltúns varði í gær meistararitgerð sína við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.Heiti ritgerðarinnar er: Reynsla dætra af flutningi foreldra sem þjást af heilabilun á hjúkrunarheimili.Rannsóknin var framkvæmd á fimm hjúkrunarheimilum á Stór-Reykjavíkursvæðinu og var Sóltún undanskilið þar sem J.Sigurveig starfar hér. Öldungur hf., óskar Júlíönu Sigurveigu til hamingju með áfangann.

til baka