Fjölskyldudagur starfsmannafélagsins

27.08.2005 11:36

Starfsmannafélagið STÖLD stóð fyrir fjölskyldudegi laugardaginn 27.08.2005. Ferðin hófst með því að tveggja hæða strætisvagn sótti hópinn í Sóltún og fór með hann í skoðunarferð um Reykjavík. Veðrið var sérstaklega gott og leiðsögnin fróðleg. Síðan var haldið í Nauthólsvík þar sem fólk naut veðurblíðunnar við að svamla í volgu vatninu, leika sér og spjalla saman. Grillaðir voru hamborgarar og pylsur.

til baka