Vorfagnaður í Sóltúni

18.04.2005 11:27

Íbúar og gestir þeirra fögnuðu vorkomunni ásamt starfsfólki Sóltúns fimmtudagskvöldið 14.apríl. Á matseðlinum var kalkúnn með heslihnetusósu og kartöflugratin og ómótstæðileg súkkulaðiterta með rjómatoppi og jarðaberjum í eftirrétt. Ólafur B. Ólafsson skemmti með harmonikkuspili, söng og píanaóundirleik. Hildur Vala Einarsdóttir idol stjarna kom og söng sig inn í hjörtu fólks. Þema kvöldsins voru hattar eða höfuðföt að eigin vali og kenndi þar margra skemmtilegra höfuðfata.

til baka