Nýtt rafmagnshjól í sjúkraþjálfun

12.04.2005 11:26

Sóltún hefur keypt nýtt og mjög tæknivætt rafmagnshjól Motomed Viva til notkunar í sjúkraþjálfun. Tækið eykur möguleika þeirra sem ekki geta notað hefðbundið hjól til þjálfunar og hentar því vel t.d. minnisskertu fólki og þeim sem ekki geta stýrt hjóli sjálfir. Hjólið vinnur gegn stífni (spasma) í vöðvum, samhæfir vöðvakraft og mælir árangur þjálfunar. Tækið nær einnig að þjálfa veikustu vöðvana og hefur sjálfvirkan öryggisstoppara. Tækið hefur hlotið góðar viðtökur hjá íbúum. Söluaðili er Eirberg.

til baka