Tónlistarmeðferð

23.03.2005 11:28

Tónlistarmeðferð íbúa með heilabilun hefur verið virkur þáttur í þjónustu Sóltúns. Tilgangur tónlistarmeðferðar er að vinna gegn einmanaleika, vonleysi og aðgerðaleysi. Draga úr kvíða og óróleika, örva mál og efla hæfni einstaklings til að velja. Stuðla að betri líðan og jafnvægi,og efla félagslega samveru og lífsgæði.Tónlist höfðar mjög til fólks með minnissjúkdóma, sérstaklega þegar hún er í samræmi við tónlistarsmekk viðkomandi. Guðríður Björnsdóttir þroskaþjálfi hefur umsjón með meðferðinni.

til baka