Viðurkenningar veittar í jólaboði starfsfólks

17.12.2004 11:22

Nú líður að því að fjórða starfsár Sóltúns hefjist þann 7. janúar 2005. Sjötíu starfsmenn hafa starfað í Sóltúni frá opnun og tíu til viðbótar sem hófu störf við undirbúning að opnun heimilisins seinustu mánuði ársins 2001. Í árlegu jólaboði starfsfólks þann 17.desember voru þeim veittar viðurkenningar. Fjórir starfsmenn luku námi þann 17. desember; þær Valdís Oddgeirsdóttir og Guðmunda Steingrímsdóttir luku framhaldsnámi fyrir sjúkraliða í öldrunarhjúkrun. Aðalbjörg Karlsdóttir lauk sjúkraliðanámi og Jóhannes S. Soffíuson matartækninámi.

til baka