03.nóv. 2004

Á árshátíðina mættu 110 manns og skemmtu sér hið besta. Umsjón var í höndum starfsfólks á 1. hæð. Öldungur hf. bauð upp á fordrykk í Sóltúni og síðan var haldið með rútum í Skíðaskálann. Veislustjóri var Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur og hjómsveit hússinns spilaði undir dansi. Söngmeyjar úr Graduale Nobili hrifu alla með söng, en tvær þeirra starfa í Sóltúni. Glæsilegir happdrættisvinningar völdu lukku. Matseðillinn státaði af sjávarréttasúpu, heilsteiktu lambalæri með rjómapiparsósu og í eftirrétt var heit súkkulaðiterta með vanilluís.Glæsilegur hópur árshátíðargesta dansaði fram á rauða nótt.

til baka