Samvinna við leikskólann Hof

18.05.2004 10:51

Í vetur fór af stað þróunarverkefni milli Sóltúns og leikskólans Hofs í Laugarneshverfi. Þetta verkefni fólst í því að börnin heimsóttu íbúa 2. hæðar Sóltúns. Markmiðið með samstarfinu var að brúa kynslóðarbil, mynda tengsl, fræða yngri kynslóðina um daglegt líf inni á hjúkrunarheimili en síðast en ekki síst var tilgangurinn að auka lífsgæði íbúanna með leik og söng barnanna.Framkvæmdin var með þeim hætti að börnin komu hálfsmánaðarlega c.a 12 í hóp og heimsóttu tvö sambýli í einu. Alls hafa þau komið 12 sinnum, þ.m.t fyrir jólin þar sem um 50 börn komu og sungu fyrir alla íbúa Sóltúns og þáðu að launum kakó og piparkökur. Þar voru allir sammála um að vel hefði til tekist með veturinn og ákveðið var að halda samstarfinu áfram næsta haust. Starfinu lauk svo, nú í maí, með grillveislu í boði Sóltúns þar sem öllum börnum leikskólans sem höfðu heimsótt okkur í vetur, var boðið upp á grillaðar pylsur og ís, ásamt íbúum og starfsfólki 2. hæðar.

til baka