Góugleði

02.04.2004 10:50

Haldin var góugleði í Sóltúni 25.mars síðastliðinn. Hátíðakvöldverð snæddu 180 manns, íbúar og gestir þeirra, starfsfólk og sjálfboðaliðar. Á matseðlinum var íslenskt lambalæri með kartöflugratín og grænmeti. Á eftir var borin ostakaka og kaffi. Samkoma var í salnum á eftir þar sem Vinabandið spilaði fyrir dansi og söng. Vinabandið fékk viðurkenningu Öldrunarráðs Íslands og Sóltúns fyrir sjálfboðin störf í þágu aldraðra í Sóltúni 2002-2004 en hljómsveitin kemur reglulega og gleður fólk með söng og hljómslist. Söngkonurnar og systurnar Guðrún Árný Karsdóttir og Soffía Sigríður Karlsdóttir sungu við góðar undirtektir. Ómar Ragnarsson og Haukur Hreiðar undirleikari skemmtu.

til baka