Hæstaréttadómur hjúkrunarfræðingum í vil

08.12.2003 11:05

Hæstiréttur dæmdi þann 4. desember 2003, í máli Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga gegn hjúkrunarfræðingi í Sóltúni. Forsaga málsins er sú að héraðsdómur viðurkenndi 11. maí 2003, rétt hjúkrunarfræðingsins til að greiða í Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga eftir að hafa ráðið sig til Öldungs hf. Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar, sem kvað upp sinn dóm í gær um það að dómur héraðsdóms frá 11. maí 2003 skuli standa. Ennfremur má geta þess að, 5. desember, lagði fjármálaráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á lögnum nr. 2/1997, um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga, með síðari breytingum. Verði frumvarpið að lögum mun það þýða að lokað verði fyrir nýja launagreiðendur í sjóðinn.

til baka