17.sep. 2003

Sóltún stóð fyrir málþingi um missi og aðlögun að breyttum aðstæðum 17.september. Málþingið var sérstaklega ætlað aðstandendum og starfsfólki. Rúmlega 20 manns sóttu fundinn. Jón Jóhannsson djákni fjallaði um missi, Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir hjúkrunarstjóri kynnti rannsóknir um stuðningshópa og áhrif þeirra, Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir djákni sagði frá reynslu af stuðningshópastarfi fyrir aðstandendur minnissjúkra íbúa í Sóltúni. Gestur fundarins var Guðrún Kristín Þórsdóttir djákni í Áskirkju. Guðrún kynnti stuðningsstarf kirkjunnar og fór sérstaklega í 12 spora kerfið.

til baka