05.sep. 2003

Í tilefni af Breiðholtsdeginum sem er í dag 5.september komu vinir Sóltúns í Gerðubergi færandi hendi í Sóltún er þeir færðu heimilinu 13 jólasokka. Einn fyrir hvert sambýli með nafni Sóltúns saumað í. Vinatengsl "Vinir Sóltúns frá Gerðubergi" er þróunarstarf sem á eftir að eflast og styrkjast á komandi tímum og verða öðrum fyrirmynd sagði í kveðjunni frá þeim. Vinir Sóltúns aðstoða okkur við guðþjónustur, skemmtanir og aðrar uppákomur. Þeir hjálpa íbúum að komast til og frá samkomusalnum, sitja hjá þeim í messum og í borðhaldi þegar hátíðarkvöldverðir eru eru þeim félagar. Hjálpin frá þeim er veitt af manngæsku og þörfinni fyrir að verða að liði og láta gott af sér leiða. Þessi auka liðsauki er starfsfólki mikilvægur þegar stærri viðburðir eru í Sóltúni.

til baka