17.júl. 2003

15.apríl - Sendar voru í Sóltún, útsæðiskartöflur, sem geymdar höfðu verið í Skipasundi 45 um veturinn. Kartöflurnar voru orðnar mjög spíraðar, of heitt hafði verið í geymslunni, vegna hlýinda um veturinn. Kartöflurnar voru látnar í kæli í Sóltúni. 8.maí - Voru kartöflurnar teknar úr kælinum en þar hafði spíruvöxturin stöðvast. Samkvæmt ráðleggingu var mestur hluti spíranna klipptur af, aðeins skildir eftir 2-3 sm. Síðan var kartöflunum raðað í pappakassa og látnar vera í birtu. 22.maí - Kartöflum sáð í tvö beð í matjurtagarðinum, einnig sáð í tvo reiti við suðurálmur hússins. Fjölment var við athöfnina og létt yfir mannskapnum. Spáð var góðri uppskeru. Sama dag var þörungamjöli dreift yfir matjurtagarðin og vökvað yfir. 2.júní - Blákorni dreift yfir beðin. 5.júní -Nokkur kartöflugrös komin upp. Einnig þar, sem ekki voru settar kartöflur. 1.beð: Sett niður: Rabbabarahnaus, blómkálsplöntur, hvítkál, grænkál, steinselja og salat 2 teg 2. beð: Rauðrófur, gulrófur og blaðsalat. Þrífósfati dreift yfir. Síðan var dúkur breiddur yfir beðin. 18.júní - Dúkurinn tekinn af beðunum. 21.júní - Kartöflugrösin orðin 5-15 sm.há. Kartöflur sem höfðu orðið eftir í garðinum síðastliðið haust og frostið ekki náð til, voru einnig búnar að skjóta upp grösum. Rababari, rófur og kál voru í góðum vexti. Veðrið hefur veriö sérstaklega hlýtt síðan sáð var, en nokkuð hefur rignt öðru hverju, sólar hefur oft notið þess á milli. 24.júní - All hvass austan, 7 m/sek. Hvernig skyldi matjurtunum reiða af? 26.júní - Gengið að matjurtagarðinum. Ekki sjáanlegt tjón af hvassviðrinu. Nokkrar arfaklær voru tíndar úr beðunum. Tveir ungir Akureyringar veittu okkur lið. 30.júní - Heitasti júnímánuður í 60 ár. Kartöflugrösin orðin allt að 30 sm.há. Rabbabarinn farinn að blómstra, kál og rófur í góðum vexti. 3. júlí - Gengið að matjurtagarðinum og litið á vöxtinn. Kálið orðið vel vaxið, salatið í rýrara lagi og rófurnar ekki áhugaverðar, ekki gildari en blýantur. 10.júlí - Rófurnar höfðu vaxið svo, að við sem á staðnum voru stóðumst ekki freistinguna, kipptum einni upp og fórum með hana heim í hús, skárum hana í bita og gáfum fólki að smakka. Fljótlega var farið og annarri kippt upp og farið með hana eins og þá fyrri. Kartöflur voru einnig skoðaðar, en þær voru nokkuð smáar. Tekin voru upp 2 grös og farið með þessar smáu kartöflur í eldhúsið og soðnar í flýti. Smökkuðust þær vel eins og jafnan er um nýja upskeru. Síðar um daginn vakti athygli að nokkrar konur voru að grúska í matjurtagarðinum. Fljótlega vaknaði grunur um að erindi þeirra í garðinn væri að ná sér í gómsætan jarðarávöxt. Eftir stutta viðdvöl yfirgáfu konurnar garðinn og gengu í hóp heim að húsinu. Með snarræði tókst konu í húsinu að festa á filmu þá sem fremst fór og hélt á rófu í hendinni. Síðar kom fram í samtali við eina úr hópnum að þeim hafði verið sagt að fara og fá sér rófu!!! 16.júlí - Náungi einn, sem boðið hafði verið í ökuferð á umhverfisvænu farartæki, notaði ferðina til að krækja sér í rófu og var staðinn að verki. ......meira síðar, Gróðurhópurinn

til baka