18.mar. 2003

Skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurborgar hefur veitt hjúkrunarheimilinu Sóltúni viðurkenningu fyrir fallega og vel skipulagða lóð. Vandað hefur verið til við allan yfirborðsfrágang og gróðurval, sem myndar fallega og snyrtilega umgjörð um bygginguna. Útisvæði hjúkrunarheimilisins eru skjólsæl og nýtast vel segir í fréttatilkynningu frá borgaryfirvöldum.

til baka