14.mar. 2003

Íbúa- og vinafélagið stóð nýlega fyrir ljóðaviku. Íbúar og starfsmenn völdu sér ljóð og fluttu þau í sínum sambýlum ákveðna stund á hverjum degi vikunnar. Ljóðskáld voru einnig fengin til að lesa ljóð sín. Ljóðin voru síðan rædd og krufin til mergjar. Í lok ljóðavikunnar voru úrvalsljóð vikunnar lesin í samkomusalnum. Á annað hundrað manns tóku þátt í ljóðavikunni sem þótti heppnast vel.

til baka