28.okt. 2002

Íbúar,aðstandendur og starfsmenn kvöddu sumar og fögnuðu vetri föstudagskvöldið 25.október s.l. Um það bil 170 manns nutu kvöldverðar saman og skemmtu sér í samkomusalnum að honum loknum. Léttsveit Reykjavíkur söng sig inn í hjörtu fólks undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Ungur trúbador Gunnar Örn Heimisson spilaði undir fjöldasöng og Þórður Jónsson flutti vísur eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.

til baka