03.sep. 2002

Dagana 4. til 6. september verður norrænn vinnufundur rannsakenda í öldrunarþjónustu á Íslandi. Fundurinn hefst 4. september með 15 manna vinnufundi í fræðslusal Sóltúns þar sem unnið er með rannsóknaverkefni RAI-í bráðaþjónustu, en það er þróun matstækis sem metur heilsufar og umönnunarþarfir aldraðra með bráð veikindi. Opinn Norrænn RAI fundur verður síðan haldinn fimmtudaginn 5. september kl. 09.00 – 15.00 á Hótel Loftleiðum. Haldin verða átta erindi, flutt af Norrænum rannsakendum um notkun RAI mælitækjanna á hjúkrunarheimilum, (þyngdarstuðlar – gæðavísar), heimaþjónustu, á bráðasjúkrahúsi og líknarþjónustu. Erindin eru flutt á ensku. Skráning þátttöku er hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í síma 5458700. Nú þegar hafa yfir 100 þátttakendur skrá sig. Norræni vinnufundurinn heldur síðan áfram á föstudaginn með 40 þátttakendum. Þar sem unnið verður með RAI-rannsóknarverkefnin sem í gangi á norðurlöndunum; þ.e. vegna íbúa á hjúkrunarheimilum, aldraðra sem njóta heimaþjónustu, líknarþjónustu og bráðaþjónustu, unnið verður að þróun hugbúnaðar, gæðavísa, þyngdarstuðla, og fjallað verður um ný verkefni.

til baka