24.ágú. 2002

Mikill áhugi er fyrir hjúkrunarheimilinu Sóltúni meðal almennings og fagfólks í öldrunarþjónustu. Sóltún getur ekki tekið á móti gestum nema í samráði við íbúa þess, enda um heimili þeirra að ræða og brýnt að gæta persónuverndar og einkalífs þeirra. Heimsóknir stórra hópa getur verið mikið álag og hefur það verið markmið heimilisins að mæta óskum eftir aðstæðum hverju sinni. Helst er tekið á móti stórum hópum í fræðslusal og starfsemin kynnt í máli og myndum. Eftirtaldir hópar hafa komið í heimsókn: Sjúkraðliðanemar frá Fjölbraut í Ármúla, hjúkrunarfræðinemar frá Háskóla Íslands, starfsmenn frá Heilbrigðisstofnun Selfossi, deild forstöðumanna elli og hjúkrunarheimila í FSIÖ, hjúkrunarfræðingar á kjörári á LSH, starfsmenn endurhæfingardeildar LSH, Félagar í Félagi aðstandenda Alzheimersjúklinga, Félag sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu, fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga í FÍH, eldri borgarar í félagsstarfi Neskirkju og Vesturgötu og starfsmenn heimahjúkrunar í Kópavogi. Tveir erlendir hópar hafa komið frá Svíþjóð og einn frá Danmörku, sem og hjúkrunarfræðingar frá USA og Svíþjóð í meistaranámi við Hí og háskólann í Iowa.

til baka