24.ágú. 2002

Íbúar í Sóltúni eru 92. Þeir koma langflestir frá Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Meðalaldur er yfir áttrætt og er elsti íbúinn 98 ára. Konur eru 67 og 25 karlar. Sex hjón búa í Sóltúni. Íbúar hafa aðlagast nýju heimili með ágætum, þrátt fyrir þá erfiðleika sem óhjákvæmilega eru við að flytja á nýtt heimili af heilsufarsástæðum. Margir þeirra eru mjög veikir og hafa nokkrir þeirra látist frá áramótum. Öðrum hefur farið mikið fram og náð að bæta heilsu og getu. Dæmi eru um að íbúar hafi getað sleppt hjólastól og náð göngugetu á ný. Mikil gróska er í félagsstarfi og eru áhugasvið margvísleg. Í spilaklúbbnum er spilað á þremur borðum vikulega. Gróðurklúbbur hefur sáð fræjum og plantað blómum. Settar hafa verið niður kartöflur og grænmeti og styttist í uppskeruhátíð. Viðgerðarklúbbur hefur verið settur á fót og annast hann minni háttar viðgerðir á starfsmannafatnaði. Aðrir klúbbar eru endurminningahópur, bocchia iðkendur, prjónaklúbbur og listklúbbur. Undanfarnar vikur hafa 2000 trjáplöntur verið gróðursettar á lóð Sóltúns. Íbúar hafa sett sumarblóm í ker og þannig fært lit í tilveruna utanhúss. Unnið er að uppsetningu á garðskála (pavilion) á hátíðarsvæði Sóltúns. Garðhúsgögn eru komin og nýta íbúar útiveru sér til hressingar og þjálfunar.

til baka