08.mar. 2002

Sóltún, hefur tekið í notkun viðamikil hugbúnaðarkerfi frá eMR hugbúnaði hf og Tölvumiðlun hf. eMR hugbúnaður leggur Sóltúni til rafræna sjúkra- og hjúkrunarskrárkerfið SÖGU og legudeildakerfið LEGU. Saman skapa SAGA og LEGA faglega fullkomin starfsskilyrði fyrir starfsfólk Sóltúns. Sóltún notar H-launaforritið og SFS2001 bókhaldskerfi frá Tölvumiðlun. eMR og Tölvumiðlun hafa með kerfunum náð að mæta þeim þörfum sem Sóltún hefur og þar með auka gæði þeirrar þjónustu sem viðskiptavinir heilbrigðisstofnana njóta. Sóltún er þar með fyrsta heilbrigðisstofnun landsins sem er með þjónustu allan sólarhringinn alla daga ársins sem notast einvörðungu við rafræna sjúkraskrá.

til baka