25.ágú. 2001

Hjúkrunarheimilið Sóltún gerir samning við Vaktaskipan um kaup á hugbúnaði; Time Care. Hugbúnaðurinn byggir á þeirri hugmyndafræði að samræma þarfir fyrirtækja á að laga sig að breytingum í eftirspurn og óskir starfsfólks um eigin vinnutíma. Markmið Sóltúns að vera aðlaðandi vinnustaður næst m.a. með því að bjóða vinnuumhverfi þar sem tekið er tillit til þarfa einstaklingsins samhliða því markmiði að samræma mönnun og þjónustueftirspurn á hverjum tíma fyrir sig.Time Care er markaðsleiðandi í Svíþjóð og með sterka stöðu í Bretlandi en auk þess er kerfið notað í Hollandi, Noregi, Finnlandi og Belgíu. Útbreiðsla kerfisins hefur verið mikil undanfarin ár og eru nú skipulagðar í kerfinu yfir 90. milljónir klukkustunda árlega.Dæmin hafa sýnt ótvíræðan ávinning bæði fyrir starfsfólk og atvinnurekendur. Sem dæmi um félagslegan ávinning má nefna aukið jafnvægi milli starfs og einkalífs, aukin umráð og ábyrgð yfir eigin vinnutíma, minni streita, betri hópvinna og meiri starfsánægja. Efnahagslegur ávinningur skýrist einkum af meiri sveigjanleika, betri þjónustu við skjólstæðinga, auðveldara að halda og ráða starfsfólk, minni starfsmannavelta og síðast en ekki síst hafa dæmin sýnt mikla lækkun í kostnaði, þ.e fjarvistar-, yfirvinnu- og afleysingarkostnaði.

til baka