22.ágú. 2001

Sóltún hefur gert kaupsamning við Austurbakka h.f. um kaup á öllum hjúkrunarrúmum og tengdum búnaði fyrir heimilið. Framleiðandi þeirra er Hill-Rom, einn stærsti framleiðandi á sjúkra- og hjúkrunarrúmum í heiminum í dag. Hill-Rom er með verksmiðjur í Bandaríkjunum og Evrópu og framleiðir auk hjúkrunarrúma bæði sjúkra- og gjörgæslurúm. Rúm þau er Sóltún tekur í gagnið eru afar tæknilega fullkominn og hafa rúm þessarar gerðar ekki verið notuð hérlendis áður. Rúmin eru rafdrifinn með fjórskiptum rúmbotni og eru ýmsir nýjir möguleikar í stjórnun þeirra sem gera hjúkrun við aldraða aðgengilegri og auðveldari. Við hönnun rúmana er höfuðáhersla lögð á að einstaklingurinn haldi sjálfstæði sínu varðandi alla hreyfifærni í rúmi, þar með talið að komast í og úr því, þrátt fyrir hreyfiskerðingu vegna fötlunar. Stjórnborð er sérstaklega hannað fyrir þá sem búa við skynjunarvanda. Starfsfólk getur með góðu móti annast um einstaklinginn, á meðan það nýtir fótstýringar til að léttu undir með umönnuninni. Í alla staði er vellíðan notanda þ.e. bæði einstaklingsins og starfsfólks haft í huga svo að aðhlynning heppnist sem best. Hönnun er afar glæsileg og miðast að heimilislegu umhverfi. Rúmin eru úr birki og kirsuberjavið.

til baka