28.apr. 2000

Samið við Öldung um einkaframkvæmd - 92 hjúkrunarrými fyrir aldraða í Reykjavík. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, hefur ásamt Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, undirritað samning við félagið Öldung hf. um að leggja til og reka hjúkrunaheimili fyrir aldraða í Sóltúni í Reykjavík. Hér er um að ræða þjónustu, sem felst í að leggja til og reka í a.m.k. 25 ár hjúkrunarheimili á grundvelli 18. gr. laga nr. 82/1989, um málefni aldraðra, ætlað 92 öldruðum einstaklingum með öllu því sem til þarf. Samningurinn er gerður undir merkjum einkaframkvæmdar og er til 27 ára frá undirritun, en hjúkrunarrýmum fyrir aldraða fjölgar um 92 í Reykjavík þegar heimilið verður að fullu tekið í notkun. Fyrstu íbúarnir flytjast inn í nóvember á næsta ári, en nokkrum mánuðum síðar verður heimilið í fullum rekstri. Samningurinn hljóðar upp á 11,8 milljarða króna miðað við 25 ára þjónustutíma

til baka