Öldungur hf. opnaði hjúkrunarheimilið Sóltún þann 7. janúar 2002 og rekur heimilið samkvæmt þjónustusamningi við ríkið. Þar er gert ráð fyrir að hjúkrunarþyngd verði meiri en á öðrum hjúkrunarheimilum og að mótað verði nýtt þjónustustig sem ætlað er sjúklingum sem koma frá sjúkrahúsum. Gert er ráð fyrir að þeir einstaklingar sem vistast í Sóltúni hafi hátt RAI-mat, þarfnist mikillar hjúkrunar og hafi lokið virkri meðferð á sjúkrahúsi. Sóltún er því nokkurs konar millistig milli sjúkrahúsa og hefðbundinna hjúkrunarheimila. Markmið Sóltúns er að veita íbúum sínum bestu hjúkrun og aðra þjónustu sem völ er á á hverjum tíma og vera aðlaðandi starfsvettvangur.