Þjónusta djákna

Á hjúkrunarheimilinu Sóltúni er boðið upp á andlega og trúarlega þjónustu, sem felur fyrst og fremst í sér sálgæslu, bæna­stundir, helgistundir, stuðningsviðtöl og fræðslu.

Þjónusta djákna er öllum opin óháð trú eða uppruna.

Djákni leiðir einnig kveðjustundir við dánarbeð sé þess óskað, sem og húskveðju.

 Einstaklingssamtöl

·        við íbúa

·        ástvini

·        starfsfólk

 Hópastarf

·        Helgistundir 

·        Aðstandendahópar

·        Stuðningshópar

·        Samverustundir

 

Guðsþjónustur eru auglýstar sérstaklega.

 

Sálgæsla

Djákni rækir þjónustu sína af trúnaði 

við kenningar kristinnar kirkju og er í tengslum og samstarfi við Lauganeskirkju.

Djákni veitir fræðslu og leiðsögn og stendur vörð um réttindi íbúa og aðstandenda þeirra.

Djákni er við hlið þeirra sem í erfiðleikum eiga og leitast við að hughreysta sjúka og sorgbitna og vera til hjálpar með viðtölum og heimsóknum. Sérstaklega leitast djákni við að heimsækja þá sem skortir frumkvæði til að leita samveru með öðrum og rjúfa þannig einangrun þeirra.

Djákni myndar eftir þörfum sjálfs-hjálparhópa, aðstandendahópa og stuðn­ingshópa í samvinnu við samstarfsfólk sitt.

Sjá nánar starfslýsingu djákna á heimasíðu Sóltúns.

 www.soltun.is

 

Útgefandi: Sóltún hjúkrunarheimili

Sóltúni 2, 105 Reykjavík

www.soltun.is   soltun@soltun.is

© 11. útgáfa – nóvember 2016

Hönnun: PORT hönnun   Ljósmynd á forsíðu: ©PORT hönnun