Læknishjálp
Læknar frá heilsugæslustöðinni Höfða annast læknisþjónustu í Sóltúni. Yfirlæknir ber faglega ábyrgð á læknisþjónustu Sóltúns samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Læknir kemur virka daga á heimilið og lítur til íbúa eftir þörfum í samráði við þá og hjúkrunarfræðinga þeirra. Ávallt er hægt að ná sambandi við lækni á bakvakt til samráðs sem og viðbragða vegna bráðra veikinda.
Við komu á heimilið framkvæmir læknir upplýsingasöfnun og setur fram Heilsuvandablað (yfirlitsblað) í rafræna sjúkraskrá, þar sem fram kemur m.a. sjúkrasaga og sjúkdómsgreiningar. Fer í gegnum læknabréf, rannsóknarniðurstöður og gögn frá Færnis- og heilsumatsnefnd. Lyfjum er ávísað og sett fram meðferðarval við lífslok ef það liggur fyrir. Mat er lagt á þörf fyrir endurhæfingu og virkni og útbúnar beiðnir til sjúkraþjálfara og/eða iðjuþjálfa á grundvelli matsniðurstöðu. Íbúar koma beint frá Landspítala til Sóltúns að undanteknum 2-3 á ári. Meðferð við útskrift er því fylgt áfram í Sóltúni meðan verið er að kynnast íbúanum og meta árangur meðferðar. Breytingar eru síðan gerðar á meðferð eftir því sem heilsufarsbreytingar gefa tilefni til.
Tannheilbrigðisþjónusta
Aðstaða er fyrir minniháttar tannlæknis-
og tannfræðingsþjónustu á Sóltúni. Tannlæknir kemur á heimilið ef þörf er á.
Íbúar hafa einnig möguleika að leita sérhæfðrar þjónustu á Landakoti eða til
þess tannlæknis sem þeir kjósa.
Bylgja Bragadóttir tannsmíðameistari veitir íbúum þjónustu og kemur á staðinn, sími hennar 899-7058.