Kannist þið við íslenska málshætti?

19.07.2018 11:00

Skemmtun á fimmtudag 19. júlí klukkan 11:00 í sal. Allir velkomnir

Skemmtun á fimmtudag klukkan 11:00 í sal þar sem Elísabet Djákni fer yfir íslenska málshætti.

Málshættir, orðkviður eða spakmæli eru allt reynslusannindi um breytni manna og lýsa oftast viðhorfum alþýðu.

Langflestir málshættir fjalla um margvíslega hegðun manna, lýsa henni, lofa, vara við eða fordæma.

Það er eðli málshátta að lifna og deyja, jafnvel breyta um búning eftir aðstæðum. 

Sumir málshættir hverfa úr daglegu máli þegar tilefni þeirra er gleymt, aðrir lifa.

til baka