Heimili eða hjúkrunarheimili?

12.06.2018 17:00

Heimili eða hjúkrunarheimili? Heimaþjónustufyrirtækið Sóltún Heima verður með fræðslufyrirlestur 12. júní kl. 17 í kaffiteríu Sóltúns fyrir aðstandendur aldraðra sem eru á tímamótum hvað varðar sjálfstæða búsetu vegna versnandi heilsufars. Hvaða úrræði eru í boði til að lengja dvölina heima? Hvenær er tímabært að sækja um rými á hjúkrunarheimili? Hvað þarf að hafa í huga við ferlið? Allir velkomnir og ókeypis aðgangur. Nánari upplýsingar í síma 5631400 eða á www.soltunheima.is.

til baka