Íbúaþing Sóltúns

20.01.2016 14:30

Þann 20. janúar 2016 verður 14. íbúaþing Sóltúns haldið í samkomusal. Anna Birna Jensdóttir framkvæmdastjóri Sóltúns fer yfir helstu mál í starfsemi hjúkrunarheimilisins og kynnir niðurstöður húsfunda sem haldnir voru með íbúum í minni hópum á 6 stöðum í húsinu tveimur dögum áður. Hún og aðrir stjórnendur svara einnig fyrirspurnum.

til baka