Sýkingavarnir

 15. júní 2020

Komufarþegar til Íslands eiga frá 15. júní 2020 kost á að fara í sýnatöku á landamærum í stað 14 daga sóttkvíar. Meðan það verður í boði gilda ákveðnar regur á Sóltúni hjúkrunarheimili.

Komufarþegar til Íslands eiga frá 15. júní 2020 kost á að fara í sýnatöku á landamærum í stað 14 daga sóttkvíar. Meðan það verður í boði gilda ákveðnar reglur á Sóltúni hjúkrunarheimili.

Þeim eindregnu tilmælum er beint til gesta að heimsækja ekki ættingja á hjúkrunarheimilinu fyrr en 14 dögum eftir heimkomu erlendis frá.

 

 

Ef aðstæður eru þannig að heimsókn er metin mikilvæg og að höfðu samráði við Sóltún þá er heimsóknargestur beðinn um að vera með skurðstofugrímu og spritta hendur.

 

Þetta gildir aðeins að því gefnu að viðkomandi hafi engin einkenni sem geta bent til COVID-19 eða hafi umgengist einstakling með sjúkdóminn á síðustu 14 dögum.


29.maí 2020

Sæl, vel hefur gengið með tilslakanir á heimsóknarbanninu og færi ég íbúum og ættingjum þeirra og starfsfólki kærar þakkir fyrir það. Frá og með sunnudeginum 31. maí verður opið fyrir heimsóknir. Þá þarf ekki lengur að panta tíma. Það eru þó enþá að greinast smit í samfélaginu og því ber að fara með aðgát og viðhalda smitvörnum.

 

Það er mikilvægt að gæta að 2 metra fjarlægð á leið inn og út úr húsinu og koma við sem fæsta snertifleti. Bíða ef fleiri eru að ganga stiga o.s.frv. og fylgja leiðbeiningunum:

 

 • Notið aðalinngang og opnið með raflykli eða hringið bjöllu á þá hæð sem þið ætlið að fara á.

   

 • Munið að þvo og/eða spritta hendur í upphafi heimsóknar og að henni lokinni.

   

 • Notið fljótandi sápu og bréfþurrkur (ekki handsápu eða handklæði íbúans).

   

 • Ekki þarf að halda 2 metra fjarlægð frá ættingja sínum, en haldið 2 metra fjarlægð frá öðrum íbúum og starfsfólki.

   

 • Til þess að virða rétt þeirra íbúa sem vilja takmarka samskipti við aðra sér til verndar, en jafnframt njóta þess að geta verið frammi í borðstofu eða setustofu á heimili sínu eiga heimsóknargestir eingöngu að vera í heimsókn inn á herbergi íbúa. Ekki er heimilt að nýta setustofur og borðstofur sambýla til heimsókna fyrst um sinn. Þeir sem það kjósa geta farið með ættingja sinn út af sambýli og í samkomusal eða út í garð eða svalir.

   

 • Ef nota þarf WC, notið þá aðstöðu hjá íbúanum.

   

 • Ef þarf aðstoð, hringjið þá bjöllu eftir hjálp.

   

 • Íbúum verður áfram heimilt að fara út í garð og í gönguferðir með sínum nánustu, en einnig er heimilt að fara með íbúa út af heimilinu, bílferðir eða heimsóknir, viðburði eða annað. Forðist þó mannmargar samkomur.

   

 • Ættingjar eru hvattir til að hlaða niður í símana sína smitrakningnarappi almannavarna Rakning C-19

 

ATHUGIÐ að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:

 

1) eru í sóttkví

2) eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)

3) hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift

4) eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)

5) eru að koma erlendis frá. Það þurfa að líða amk 2 vikur frá því komið er til landsins þar til komið er í heimsókn í Sóltún

 

 

ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.

 

 

Anna Birna Jensdóttir

framkvæmdastjóri

 

19.05.2020

Sæl, takk fyrir þolinmæði og góða samvinnu vegna takmarkana á heimsóknum á COVID 19 tímum. Frá og með 25. maí munu heimsóknir heimilaðar í tvær á hvern íbúa þá vikuna, börn yngri en 14 ára geta þá komið í heimsókn, en einungis einn með hverjum fullorðnum gesti.

 

 

 • Það er mikilvægt að gæta að 2 metra fjarlægð á leið inn og út úr húsinu. Bíða ef fleiri eru að ganga stiga o.s.frv. og fylgja leiðbeiningunum:

   

 • Munið að þvo og/eða spritta hendur í upphafi heimsóknar og að henni lokinni.

   

 • Notið fljótandi sápu og bréfþurrkur (ekki handsápu eða handklæði íbúans).

   

 • Notið einnota hanska meðan á heimsókn stendur (ekki henda notuðum hönskum á víðavang).

   

 • Komið við sem minnst af snertiflötum í íbúðinni.

   

 • Ekki þarf að halda 2 metra fjarlægð frá ættingja sínum, en haldið 2 metra fjarlægð frá öðrum íbúum og starfsfólki og forðist snertingu.

   

 • Ekki fara fram á gang, nema þegar komið er og farið gegnum hurð á brunastiga.

   

 • Ef nota þarf WC, notið þá aðstöðu hjá íbúanum.

   

 • Ef þarf aðstoð, hringjið þá bjöllu eftir hjálp. Bíðið við gluggann meðan aðstoðað er. Hringjið bjöllu þegar þið farið.

 

ATHUGIÐ að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:

1) eru í sóttkví

2) eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)

3) hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift

4) eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)

5) ef komið er erlendis frá, þurfa að líða amk 2 vikur áður en komið er í heimsókn í Sóltún

 

 

ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.

 

Stefnt er að því að vanda heimsóknir eins og frekast er unnt og því er áríðandi að fylgja leiðbeiningum. Frá mánaðarmótum verður heimsóknarbanni aflétt að uppfylltum skilyrðum um liði 1-5, hér að ofan, og ef allt gengur vel.

 

04. maí 2020 

Sæl, þá hefjast heimsóknir samkvæmt skipulagi í dag. Hver heimsóknargestur hefur fengið staðfestan tíma og leiðbeiningar um hvernig eigi að bera sig að. Það eru 12 heimsóknir á dag, þannig að á einni viku ættu allir íbúar að hafa fengið eina heimsókn. Það er mikilvægt að gæta að 2 metra fjarlægð á leið inn og út úr húsinu. Bíða ef fleiri eru að ganga stiga o.s.frv. og fylgja leiðbeiningunum: Munið að þvo og/eða spritta hendur í upphafi heimsóknar og að henni lokinni. • Notið fljótandi sápu og bréfþurrkur (ekki handsápu eða handklæði íbúans). • Notið einnota hanska meðan á heimsókn stendur (ekki henda notuðum hönskum á víðavang). • Komið við sem minnst af snertiflötum í íbúðinni. • Haldið 2 metra fjarlægð og forðist snertingu. • Ekki fara fram á gang, nema þegar komið er og farið gegnum hurð á brunastiga. • Ef nota þarf WC, notið þá aðstöðu hjá íbúanum. • Ef þarf aðstoð, hringjið þá bjöllu eftir hjálp. Bíðið við gluggann meðan aðstoðað er. Ef aðstæður þínar breytast áður en heimsóknartíminn er áætlaður, þá frestast heimsóknin: a. Þú ert í sóttkví b. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku c. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift. d. Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.). Stefnt er að því að vanda heimsóknir eins og frekast er unnt og því er áríðandi að fylgja leiðbeiningum. 

 

6. mars 2020

 

Áríðandi tilkynning til íbúa, ættingja

og starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sóltúns

vegna sýkingar af völdum Kórónaveirunnar (COVID-19) á Íslandi

 

Stjórn hjúkrunarheimilisins Sóltúns hefur tekið þá ákvörðun að loka hjúkrunarheimilinu fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 6. mars  þar til annað verður formlega tilkynnt.  Er þetta gert að höfðu samráði við Sóttvarnarlækni og Landlækni eftir að Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir fyrr í dag. Sóltún hjúkrunarheimili er hér að fylgja eindregnum tilmælum þessara aðila sem eru í framvarðasveit Almannavarna Íslands.

 

Heilsa og velferð íbúanna þarf alltaf að vera í forgangi!

 

Nú er staðfest að smit vegna Kórónaveirunnar hafa borist á milli einstaklinga í þjóðfélaginu. Þar sem íbúar Sóltún hjúkrunarheimilis eru flestir aldraðir og  með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma eru þeir í sérstökum áhættuhóp tengt því að veikjast alvarlega af Kórónaveirunni.

Leita þarf allra leiða til að draga úr þeirri hættu að íbúar heimilanna veikist af Kórónaveirunni. Okkur þykir mjög leitt að þurfa að taka svo stóra ákvörðun en þetta er gert með velferð íbúanna okkar í húfi og biðjum við fólk að sýna þessari ákvörðun virðingu og skilning. Það er ljóst að það getur reynst íbúa mjög erfitt að fá ekki heimsóknir frá ættingjum sínum og á sama hátt getur það reynst ættingjum íbúans mjög erfitt að heimsækja hann ekki.  Það er samt nauðsynlegt að grípa til þessarra ráðstafana til að koma í veg fyrir að íbúi veikist af veirunni og eins geta smit borist frá ættingjum eins íbúa til annars íbúa.

Jafnframt verður umferð allra annara gesta en nauðsynlegs starfsfólks á vakt, takmörkuð inn á hjúkrunarheimilið og gerðar hafa verið sérstakar reglur um það. Svo sem birgja með vörur, iðnaðarmenn og aðra sem þurfa að koma inn á heimilin.

Við bendum ykkur á að hafa samband við: Anna Birna Jensdóttir framkvæmdastjóri, tölvupóstfang: annabirna@soltun.is eða vakthafandi hjúkrunarfræðing þar sem ykkar ættingji býr.

Einnig er mikilvægt að þið kynnið ykkur upplýsingar og leiðbeiningar á vef Landlæknisembættisins www.landlaeknir.is Þar eru greinargóðar upplýsingar og leiðbeiningar tengdar stöðu málar, en þær geta breyst frá degi til dags.

 

Sóltún hjúkrunarheimili

Anna Birna Jensdóttir framkvæmdastjóri